30.11.2006 | 15:23
Inflúensa
Inflúensa
Það hefur margsinnis verið sýnt fram á, með rannsóknum, hversu gífurlega mikilvægt það er fyrir líkama okkar að gerlaflóran í meltingarveginum sé í réttum hlutföllum til að líkaminn hafi hámarks getu til að verjast sjúkdómum sem geysa hverju sinni. Þegar fólk er að stríða við erfið veikindi og þarf að taka inn sterk lyf (t.d sýklalyf) til að drepa þá sýkla sem veikindunum valda, þá verða góðu gerlarnir í meltingarveginum einnig fyrir barðinu á þessum lyfjum og það skapast oft mikið ójafnvægi í gerlaflórunni. Við þessar aðstæður er sérlega gott að taka inn lífsuppbyggjandi mjólkursýrugerla til að gera það sem í okkar valdi stendur til að viðhalda jafnvægi gerlaflórunnar. Ef allt væri eins og það ætti að vera þá fengjum við miklu meira magn af góðum gerlum með fæðu okkar. Vegna meðhöndlunar á mat t.d með frystingu, suðu og öðrum vinnsluaðferðum þá drepst mikið magn af lífsnauðsynlegum gerlum. Eins er með grænmeti sem ræktað er með tilbúnum áburði og alls kyns aukaefnum. Þar skerðast lífsskilyrði góðu gerlana í jarðveginum og berst því ekki nægjanlegt magn af þeim í grænmetið. Af þessu má sjá að dagleg neysla af mjólkursýrugerlum getur bætt upp það sem vantar í fæðu okkar og stuðlað að jafnvægi í líkamanum.Faraldsfræði
Inflúensa er veirusýking í loftvegum sem kemur á hverju ári hér á landi einkum á veturna og stendur í 2-3 mánuði. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að um 35% barna yngri en 2ja ára og um 20% einstaklinga eldri en 20 ára fá influensu á hverju ári.Alvarlegar afleiðingar inflúensu
Alvarlegar afleiðingar influensu sýkingar sjást einkum hjá einstaklingum eldri en 60 ára, ónæmisbældum einstaklingum, börnum á langvinnri aspirin meðferð, og börnum og fullorðnum með undirliggjandi hjarta- og lungnasjúkdóma (þ.á.m. astma), langvinna efnaskiftasjúkdóma (þ.á.m. sykursýki) og nýrnasjúkdóma.Faraldsfræði
Inflúensa er veirusýking í loftvegum sem kemur á hverju ári hér á landi einkum á veturna og stendur í 2-3 mánuði. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að um 35% barna yngri en 2ja ára og um 20% einstaklinga eldri en 20 ára fá influensu á hverju ári. Textann fann ég á netinu á: www.lifskraftur.is og www.landlaeknir.is .Flokkur: Samfélagsfræði | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.