Færsluflokkur: Náttúrufræði
30.11.2006 | 15:20
Gregor Mendel
Gregor Mendel
Gregor Johann Mendel eða Gregor Mendel eins og hann er þekktur fæddist 22. júlí. 1822- í Heinzendorf í Moravíu, sem nú heitir Tékkland. Þetta svæði var þá hluti af austurríska keisaraveldinu og var fjölskylda Mendels því þýskumælandi. og dó 6. janúar 1884. Hann er alltaf kallaður faðir erfðafræðinnar fyrir rannsóknir sínar á garðertuplöntum. Mendel sýndi að börn líkjast oft foreldrum þeirra sem voru nokkurskonar lög sem voru síðar nefnd eftir honum. Verk Mendels voru ekki þekkt fyrr en í byrjun 20. aldar. Snemma í barnæsku varð Mendel mikill náttúruunnandi og hann hafði mikinn áhuga á þróunarfræði og breytileika náttúrunnar. Foreldrar Mendels voru bændur og sjálfur vann hann sem garðyrkjumaður í æsku. Á unglingsárum stundaði hann nám við Heimspekistofnunina (e. Philosophical Institute) í Olomouc og árið 1843 gekk hann til liðs við munkareglu Ágústína í St. Thomas í Brno. Þar var hann vígður prestur árið 1847 og tók upp nafnið Gregor. Í Tómasarklaustrinu var mjög öflugt samfélag fræðimanna og árið 1851 var Mendel sendur til náms við Háskólann í Vínarborg. Árið 1853 snéri hann aftur til klaustursins og kenndi þar eðlisfræði.
Náttúrufræði | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar